Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í sumarviðburðasjóð

Fréttir

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sumarviðburðasjóði skemmtiferðaskipa í Ísafjarðarbæ. Markmiðið með sjóðnum er að styrkja og bæta bæjarbrag í tengslum við skemmtiferðaskipakomur, þar sem áhersla er lögð á að efla menningu og mannlíf. Tilkoma sjóðsins er í tengslum við stefnu Ísafjarðarbæjar um málefni skemmtiferðaskipa þar sem hluta tekna af skipakomum skuli varið í að efla menningu- og félagslíf í sveitarfélaginu.

Styrkjum er úthlutað til einstakra viðburða, eða raða viðburða. Ekki eru veittir styrkir til rekstrar‐, stofnkostnaðar‐ eða endurbóta fyrirtækjum þ.m.t. á eignum.

Í sjóðinn geta sótt lögráða einstaklingar, listhópar, félagasamtök, stofnanir eða fyrirtæki sem koma að menningarviðburðum í Ísafjarðarbæ eða hyggjast gera svo.

Helstu skilyrði fyrir styrkveitingu:

Viðburðir skulu haldnir á tímabilinu maí til september

Viðburðir skulu vera þátttakendum/áhorfendum að kostnaðarlausu

Viðburðir sem haldnir eru á milli klukkan 10:00 og 15:00 njóta forgangs

Hægt er að sækja um styrk að hámarki 1.000.000 kr.

Umsóknarfrestur er til 4. apríl kl 16:00.


Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda.

Vestfjarðastofa fer um umsýslu sjóðsins. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna hér.