Fara í efni

Hafsjór af hugmyndum

Hafsjór af hugmyndum

Háskólastyrkir 2021 - skilafrestur 1. júní

Hafsjór af hugmyndum styrkir til lokaverkefna á háskólastigi

Markmið háskólaverkefnanna er að:
 • Hvetja til nýsköpunar.
 • Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum.
 • Afla þekkingar byggðum á vísndalegum grunni um sjávarbyggðir Vestfjarða.

Hér er opið fyrir masters- og doktorsnema að vinna að verkefnum í náttúru- og tæknigreinum sem og í viðskipta-  og félagsvísindum í tengslum við sjávarútveg. Það er því breytt svið fræðigreina sem geta komið að þessum verkefnum.

Nánari lýsing og umsóknareyðublöð
Hafsjór af hugmyndum háskólaverkefni 2021/Information
Umsóknareyðublað háskólaverkefnið 2021/Application

Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði sem er hluti af Sóknaráæltun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

Úthlutunarhóf í keppninni Hafsjó af hugmyndum var haldiði 19. ágúst 2020 í fjarfundi.

Það bárust 21 umsókn í báða sjóðina, 11 umsóknir um háskólastyrki og 10 umsóknir um nýsköpunarstyrki.  Umsóknirnar voru fjölbreyttar og endurspegla vel hversu víða sjávarútvegurinn kemur við í okkar samfélögum.

Í dómnefnd voru Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Dr. Jakob Kristjánsson, Ketill Berg Magnússon og Catherine P. Chambers.

Þau verkefni sem hlutu háskólastyrki 2020 voru:

 1. Handbók til að tengja erlenda og innlenda foreldra á Vestfjörðum – Helga Björt Möller HA
 2. Klasafræði og samkeppnishæfni – Arna Lára Jónsdóttir HÍ
 3. Microplastic in mackerel and blue whiting – Anni Malinen, Háskólasetri Vestfjarða
 4. Kambucha Japanese beverage – Martyn Ivan John Jones, Háskólasetri Vestfjarða
 5. Wastewater treatment – microalgae – Ivan Nikonov, Háskólasetri Vestfjarða

 

Þau verkefni sem hlutu Nýsköpunarstyrk  2020 voru:

 1. Markaðssetning á eldisfiski – Aðalsteinn Egill Traustason, Iceland Westfjords Seafood
 2. Eldislax í neytendapakkningar – Stefán Hannibal Hafberg, Íslandssögu
 3. Tekjustýringarkerfi fyrir fjölþætt sjávarútvegsfyrirtæki – Halldór Pálmi Bjarkason
 4. Fullvinnsla sjávarfangs á Þingeyri – Birkir Kristjánsson og Reynir Friðriksson
 5. Framleiðsla á olíu úr ljósátu úr Ísafjarðardjúpi – Kristján G. Jóhannsson

Vestfjarðastofa og Sjávarútvegsklasi Vestfjarða þakkar öllum sem sendu inn umsóknir og öllum þeim sem komu að undirbúningi, hönnun og ráðgjöf keppninnar fyrir þeirra framlag ásamt því að óska styrkhöfum til hamingju. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með afrakstrinum í vetur.

 

Umsóknarfresti nýsköpunarkeppninnar hefur verið frestað til 15. júní 2020 vegna aðstæðna í heiminum.

The deadline for applications has been delayed until 15th of June 2020 because of the cituation in the world.

Sjávarútvegsklasi Vestfjarða kallar eftir ferskum hugmyndum með Nýsköpunarkeppninni "Hafsjó af hugmyndum" fyrir frumkvöðla og fyrirtæki.
Innovaton contest and grants for University students held by Association of Westfjords fisheris - Information on the right side of this page in english.

Hér til hliðar má sjá kynningarmyndbönd um fyrirtækin sem standa að keppninni.
Introduction of the companies in the Association of Westfjords fisheries on the right side of this page.

Markmið keppninnar er að:

 • Hvetja starfandi fyrirtæki, frumkvöðla og nemendur til nýsköpunar.
 • Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum.
 • Auka virði og framlegð úr því hráefni sem berst í land sem og ónýttum auðlindum á Vestfjörðum.

Nánar lýsing og umsóknareyðublöð:
Hafsjór af hugmyndum nýsköpunarkeppni

 

 

Tengdar fréttir