Fara í efni

Hafsjór af hugmyndum háskólastyrkir

Fréttir Verkefni Hafsjór af hugmyndum
Nýsköpunarvélin - sítrónupressa fyrir rækjur
Nýsköpunarvélin - sítrónupressa fyrir rækjur

Sjávarútvegsklasi Vestfjarða ætlar að endurtaka leikinn og bjóða styrki til háskólanema á framhaldsstigi aftur í ár.  Verkefnið Hafsjór af hugmyndum fór af stað 2020 og kom fjöldi spennandi umsókna sem hefur hvatt sjávarútvegsklasann til áframhaldandi samstarfs við háskólanema.

Markmiðið með “Hafsjó af hugmyndum” er að styrkja lokaverkefni sem skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindinni samhliða eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum. 

Nemendur á framhaldsstigi háskóla í öllum háskólum á Íslandi geta sótt um styrk. Auk styrksins munu fyrirtækin í sjávarútvegsklasa Vestfjarða veita upplýsingar, miðla af reynslu og útvega hráefni, upplýsingar og aðstöðu eins og þörf er á hverju sinni. Það mun gefa nemendum góða innsýn inn í spennandi  ný verkefni í vestfirskum sjávarútvegi. 

Um umsóknum verða valin 5-8 lokaverkefni og hægt er að sækja um styrk á bilinu 250.000-750.000 kr. eftir verkefnum.  Skilafrestur er 1. júní 2021.  

Markmiðið með háskólastyrkjunum:  

  • Hvetja til nýsköpunar.  
  • Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum.  
  • Afla þekkingar byggðum á vísindalegum grunni um sjávarbyggðir Vestfjarða. 

Háskólastyrkirnir eru opnir fyrir masters- og doktorsnema til að vinna að verkefnum í náttúru-, og tæknigreinum sem og í viðskipta – og félagsvísindum í tengslum við sjávarútveg. 

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru aðgengileg á slóðinni: Hafsjór af hugmyndum | Vestfjarðastofa (vestfirdir.is)

Allar nánri upplýsingar veitir Guðrún Anna Finnbogadóttir í netfangi: gudrunanna@vestfirdir.is

Hvetjum háskólanema á framhaldsstigi til að sækja um og nýta tækifærið til að fara á fullt í frumkvöðlastarf á Vestfjörðum.