Fara í efni

Hafsjór af hugmyndum - Hólmadrangur

Hafsjór af hugmyndum - Hólmadrangur

Nýsköpunarkeppnin Hafsjór af hugmyndum er spennandi tækifæri fyrir frumkvöðla til að vinna að nýjum hugmyndum sem efla Vestfirskan sjávarútveg.

Rækjuiðnaðurinn er hátækniiðnaður og Hólmadrangur er fullkomin rækjuvinnsla staðsett á Hólmavík. Hún hefur verið rekin þar í áratugi og hafa flestir starfsmenn þar langan starfsaldur, enda starfsaðstaðan góð og gott að vinna þar.

Hólmadrangur er einn af stærstu atvinnurekendunum á Ströndum og gegnir því mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og samfélaginu öllu.

Það er mat fyrirtækisins að frumkvöðlastarf sé þeirra stefnumót við framtíðina og að þetta verkefni “Hafsjór af hugmyndum” opni nýja möguleika á slíkum stefnumótum.  Myndbandið er kjörið tækifæri til að kynnast því hvað Hólmadrangur hefur upp á að bjóða.

Myndband Hólmadrangs: https://www.youtube.com/watch?v=tt7w3_T3Q9I&t=45s

Hér er hægt að kynna sér verkefnið nánar: https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/hafsjor-af-hugmyndum

Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði sem hluti af Sóknaráætlun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.