Fara í efni

Atvinnuvegaráðherra verður á Gullkistunni Vestfirðir

Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, sækir Gullkistuna Vestfirði á laugardaginn. Hún mun skoða sýninguna og sjá þá glæsilegu breidd vestfirsks atvinnulífs og menningar sem þar verður að finna. Klukkan 16 verður Hanna Katrín með ávarp á stóra sviðinu í sýningarsalnum og hvetjum við fólk til að mæta.

Gullkistan Vestfirðir stendur opin frá klukkan 12 til klukkan 17. Stórsýning sem þessi hefur ekki verið haldin á Vestfjörðum síðan aldamótaárið 2000 og því um að gera upplifa gleðina – hugsanlega í fyrsta sinn á lífsleiðinni.