Fara í efni

65. Fjórðungsþing Vestfirðinga og aðalfundur Vestfjarðastofu

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga

Þann 27. maí nk. verður 65. Fjórðungsþing Vestfirðinga og ársfundur Vestfjarðastofu haldin. Vegna þeirra aðstæðna sem hafa verið uppi í þjóðfélaginu vegna Covid19 verður þingið haldið í fjarfundi í fyrsta sinn í sjötíu ára sögu Fjórðungssambands Vestfirðinga.  Búið er að boða til þingsins og eru gögn fundarins komin á vefinn. Gögn vegna aðalfundar Vestfjarðastofu verða munu koma inn á síðuna á næstu dögum. 

Fjórðungsþingið byrjar kl. 13:00 og ársfundur Vestfjarðastofu er boðaður kl. 15:00.  Dagskráin er samkvæmt samþykktum og er að finna hér
Linkur varðandi fundarboðun verður sendur þeim sem eru skráiðir á þingið og verður einnig aðgengilegur á vef Vestfjarðastofu. 

Hér er hægt að skrá sig á  Fjórðungsþing Vestfirðinga
Hér er hægt að skrá sig á ársfund Vestfjarðastofu 
Hér er hægt að finna gögn Fjórðungsþings 
Hér er hægt að finna gögn á ársfund Vestfjarðastofu