Fara í efni

Nýsköpunarbærinn Ísafjörður

Nýsköpunarbærinn Ísafjörður

Ísafjarðarbær og Vestfjarðastofa vinna að verkefninu Nýsköpunarbærinn Ísafjörður. Tilgangur verkefnisins er að efla Ísafjörð sem nýsköpunarbæ og ýta undir og efla hugarfar nýsköpunar á svæðinu. Einnig að tengja saman miðbæinn og hafnarsvæði í gegnum vinnu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Afurð verkefnisins verða mótaðar hugmyndir og framtíðarsýn fyrir svæðið sem nær frá Torfnesi, út Eyrina og út að hafnarsvæðinu. Á síðustu árum hefur staðbundin verslun dregist saman á heimsvísu og færist í auknum mæli á netið. Það er þróun sem ekki er útlit fyrir að breytist. Eitt af því sem einkennt hefur Ísafjörð er öflugur miðbær þar sem aðstaða er frábær til mannfögnuða og mannlíf er oft fjörugt, sérstaklega á sumrin þegar skemmtiferðaskip eru á svæðinu. Verslun hefur þó dregist gríðarlega saman og ekki er líklegt að þeirri þróun verði snúið við. Horfa þarf til þess með hvaða öðrum hætti en með verslun væri hægt er að efla miðbæinn.  

Innan verkefnisins fer fram Hugmyndasöfnunin "Ísafjörður – okkar miðbær" sem er liður í verkefninu og miðar að því að efla miðbæ Ísafjarðar með áherslu á Ísafjörð sem nýsköpunarbæ.  Þar er óskað eftir fjölbreyttum hugmyndum um hvernig má efla svæðið umhverfis miðbæ Ísafjarðar, frá Torfnesi út að hafnarsvæðinu.  Hugmyndasöfnun er opin öllum og stendur yfir frá 5.-31. júlí 2021 á síðu Betra Íslands sem hægt er að finna hér.

Afurðir verkefnisins Nýsköpunarbærinn Ísafjörður verða nýttar í vinnu við aðalskipulag Ísafjarðarbæjar en verkefninu er lokið hjá Vestfjarðastofu. 

Starfsmaður verkefnis

Tengd skjöl

Upplýsingar um verkefnið
Betra Ísland
Kort