Fara í efni

Vilt þú vera með í Gullegginu?

Fréttir

Opið er fyrir skráningar í Gulleggið – stærstu frumkvöðlakeppni á Íslandi. Hægt er að skrá sig hér, til og með 19. Janúar n.k. Ef vestfirskir frumkvöðlar skrá sig til leiks í dag eiga þeir möguleika á að vinna flug til Reykjavíkur á Masterclass sem verður dagana 20. og 21. janúar.

Ef þú ert með góða viðskiptahugmynd sem þú telur að geti orðið að veruleika, þá átt þú heima í Gullegginu! Að því sögðu er ekki skilyrði að vera komin með viðskiptahugmynd þegar þátttakendur skrá sig til leiks. Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af KLAK – Icelandic Startups síðan 2008, en KLAK býr að áralangri reynslu af þjálfun og stuðningi við frumkvöðla á fyrstu stigum.

Gulleggið 2024 hefst 20. janúar með opnum Masterclass. Þar er markmiðið að þróa hugmynd og búa til kynningu sem gerir ykkur kleift að taka næsta skref. 10 teymi eru svo valin inn í lokakeppni Gulleggsins sem fer fram í hátíðarsal Grósku.

Gulleggið er hugmyndakeppni og mega keppendur ekki hafa tekið inn fjármagn umfram 2 milljónir króna eða byrjað að hafa tekjur af hugmyndinni. Gulleggið hefur verið stökkpallur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki sem dæmi Controlant, Meniga, PayAnalytics, Genki, Taktikal og fjölmörg önnur.

Að framkvæmd Gulleggsins koma hátt í 100 einstaklingar á hverju ári. Reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og aðrir sérfræðingar sem hitta þátttakendur meðan á keppninni stendur og veita þeim leiðsögn og endurgjöf eða taka þátt í rýnihópi sem hefur það hlutverk að fara yfir viðskiptaáætlanir sem berast í keppnina. Þessi öflugi hópur fólks leggur fram tíma sinn í þágu verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag.

https://gulleggid.is/