Fara í efni

Vilt þú taka þátt í því að móta ferla sem draga úr orku- og auðlindasóun á Vestfjörðum?

Störf í boði

Vilt þú leiða spennandi verkefni sem hefur það markmið að efla sjálfbærni og minnka umhverfisfótspor fyrirtækja og sveitarfélaga á Vestfjörðum?

Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Náttúrustofa Vestfjarða er staðsett á þremur stöðum; í Bolungarvík, á Hólmavík og á Patreksfirði en starfið er bundið við starfsstöð stofunnar á Hólmavík.

Hjá Náttúrustofu Vestfjarða vinna átta starfsmenn og eru þeir sérhæfðir í náttúruvísinda-og fornleifa rannsóknum. Náttúrustofan sér einnig um verkefnið Umhverfisvottun Vestfjarða (Earth Check) og mun viðkomandi starfsmaður sinna því verkefni, ásamt öðrum verkefnum. 

Þar sem um litla stofnun er að ræða krefst starfið sveigjanleika og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.
Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Vestfjarða og félags íslenskra náttúrufræðinga.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt
  • Samviskusemi, frumkvæði og metnaður
  • Áhugi og/eða reynsla af störfum á sviði umhverfismála
  • Góð íslensku og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Framhaldsmenntun er kostur
  • Þekking og reynsla í styrkumsóknagerð er kostur
  • Færni í greiningu og framsetningu gagna

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2021

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um 1. september 2021 eða samkvæmt samkomulagi. Umsókn
skal fylgja ferilskrá, upplýsingar um meðmælendur og kynningarbréf þar sem kemur fram hvers vegna
umsækjandi hefur áhuga á að starfa hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Umsóknargögn sendist til Sigurðar
Halldórs Árnasonar forstöðumanns (sigurdur@nave.is), sem gefur einnig nánari upplýsingar.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið: sigurdur@nave.is