Fara í efni

Vefkynning: Hvernig má mæla áhrif lítilla samfélagsdrifinna fyrirtækja og miðla þeim

Fréttir

Þann 22. október fer fram vefkynning á vegum MERSE verkefnisins undir yfirskriftinni: Hvernig má mæla áhrif lítilla samfélagsdrifinna fyrirtækja og miðla þeim

Viðburðinn fer fram á ensku. Hann hefst klukkan 12 og lýkur kl.13:30. Skráning hér.

Hvað verður kynnt?

Skortur á skýrleika um samfélagsleg áhrif og langtíma sparnað fyrir samfélagið hefur lengi hamlað sjálfbærni samfélagsfyrirtækja. Mat og miðlun á niðurstöðum og áhrifum samfélagslegs ávinnings til hagsmunaaðila hefur ítrekað verið nefnt sem eitt af stærstu áskorunum á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og atvinnustarfsemi. Þrátt fyrir að ýmis matsverkfæri séu þegar til á markaðnum, hafa þau reynst illa aðlöguð að þörfum smærri samfélagsfyrirtækja og því erfitt fyrir þau að nýta sér þau.

MERSE verkefnið hefur þróað einfalt netverkfæri með það að markmiði að styðja betur við lítil samfélagsfyrirtæki í að meta og miðla þeim samfélagslega ávinningi sem starfsemi þeirra skapar fyrir hagsmunaaðila. Á þessu vefnámskeiði munum við kynna fyrstu útgáfu þessa mats- og miðlunarverkfæris og ræða um notkun þess.

Mat og miðlun samfélagslegs ávinnings er mikilvæg frá ýmsum sjónarhornum. Það snýst bæði um að geta laðað að notendur og fjármögnunaraðila, en einnig um að greina hvar fyrirtækið sjálft þarf á breytingum að halda.

Það er MERSE verkefnið sem stendur fyrir vefviðburðinum en skipuleggjendur eru Háskólinn í Mið-Svíþjóð og Háskólinn í Helsinki, Ruralia-stofnunin

 

Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum en er hann sérstaklega hugsaður fyrir:

  • Samfélagsfyrirtæki
  • Stoðstofnanir
  • Sveitarfélög / landshlutasamtök
  • Hagsmunasamtök / félagasamtök

Skoða á viðburðardagatali