Valgeir Jens Guðmundsson hefur verið ráðin sem verkefnastjóri Brothættra byggða í Kaldrananeshreppi. Verkefnið er til 5 ára og er hluti af samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Vestfjarðastofu og Kaldrananeshrepps. Um er að ræða 100% starf með starfsstöð á Drangsnesi.
Valgeir er með meistaragráðu í viðskiptafræði en auk þess er hann með kennsluréttindi og er að leggja loka hönd á meistaranám í menningarstjórnun. Valgeir hefur undanfarið starfað sem verkefnastjóri í Reykjavík, kennt Verkefnastjórnun í Listaháskólanum og verið staðarhaldari á Keldum á Rangárvöllum. Valgeir var skólastjóri á Drangsnesi árin 2008-2012 og hefur síðan verið með annan fótinn í Kaldrananeshreppi.
Valgeir er fæddur og uppalinn í Reykjavík en á rætur að rekja í Önundarfjörð og Trostansfjörð og er afkomandi Bjarna á Sjöundá. Valgeir hóf störf í ágúst og bjóðum við hann velkominn í hópinn.