Fara í efni

Úthlutunarhóf Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða

Fréttir

Í dag klukkan 16:00 verður Úthlutunarhóf Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða. Þar verður tilkynnt hvaða umsóknir hlutu styrk fyrir verkefni sem koma til framkvæmda á árinu 2024 og sýnd innslög frá nokkrum fyrri styrkþegum. Hægt verður að fara inn á þennan viðburð á Facebooksíðu okkar  þar sem fundurinn fer fram. 

Alls bárust 78 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða að þessu sinni. Af þeim hlutu 57 umsóknir styrkvilyrði, alls að upphæð 44.850.000 kr. Auk þess eru 6 verkefni sem þegar hafa hlotið styrkvilyrði að upphæð 11.850 svo heildarstyrkveitingar ársins 2024 verða 63 talsins og heildarupphæðin 56.700.000 kr.