Fara í efni

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða Sóknaráætlun Vestfjarða

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2021.  Á fundum úthlutarnefndar þann 9. og 10. desember var tekin ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum, en áður en úthlutunarnefnd fékk umsóknirnar til afgreiðslu höfðu fagráð farið yfir allar umsóknir. Allir þeir sem sóttu um í sjóðinn fengu senda niðurstöður í tölvupósti varðandi umsóknir sínar mánudaginn 14. desember.
Aldrei hafa borist jafn margar umsóknir, en alls bárust sjóðnum 154 umsóknir upp á 260.134.240 kr. Fimm umsóknir frá árinu 2020 fengu stykir til tveggja ára og teljast þær því með styrkjum ársins 2021 en 53 nýjar umsóknir voru samþykktar. Samtals var því samþykkt að veita 58 verkefnum styrk að þessu sinni. Heildarupphæð úthlutunar fyrir árið 2021 er 58.600.000 kr.

Eftirfarandi aðilar fengu stofn og rekstarstyrki fyrir árið 2021.

Félag áhugamanna um stofnun skrímslaseturs -  kr. 2,750,000 
Strandagaldur ses  -  kr. 2,750,000  
Félag um listasafn Samúels -  kr. 1,500,000  
Kómedíuleikhúsið,áhugamannfélag -  kr.1,000,000  
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf. - kr. 1,000,000  
Skóbúðin hversdagssafn ehf. - kr.1,000,000  

Eftirfarandi aðilar fengu menningarstyrki  fyrir árið 2021

Aldrei fór ég suður  (til þriggja ára) - kr. 1,500,000  
Act alone, félagasamtök -  kr.1,500,000   
Edinborgarhúsið ehf- Menningarviðburðir í Edinborgarhúsinu - kr. 1,500,000   
Tungumálatöfrar, félagasamtök –  (til fjögurra ára) -kr. 1,300,000  
Náttúrustofa Vestfjarða  - Nýstárlegt og frumlegt Náttúrugripasafn í Bolungarvík-  kr. 1,000,000   
Pétur Albert Sigurðsson - Í garðinum hjá Láru - kr. 750,000   
Sauðfjársetur á Ströndum ses - Hvítabjarna-samstarfið -kr. 750,000   
Jón Sigurpálsson -  Umhverfing - kr. 750,000   
Sögumiðlun ehf - Viðburðir norðan Djúps - kr. 600,000   
Blús milli fjalls og fjöru, félagasamtök - kr. 600,000   
FLAK ehf. - Menningar- og viðburðadagskrá - kr. 500,000   
Lýður Árnason - Flakið - kr. 500,000   
Sauðfjársetur á Ströndum ses - Álagablettir -  kr. 500,000   
Tónlistarskóli Ísafjarðar - Opera - kr. 500,000   
Minjasafn Egils Ólafssonar - Hljóðleiðsögn á Hnjóti - kr. 500,000   
Arnkatla - lista- og menningarfélag - Skúlptúraslóð á Hólmavík  -  kr. 300,000   
Leikfélag Hólmavíkur - Leikrit í fullri lengd - kr. 300,000   
Félag áhugafólks um stofnun Grásleppu- og nytjaseturs Stranda -kr. 300,000   
Kómedíuleikhúsið,áhugamannfélag  - kr. 300,000   
Fryderic Chopin Tónlistarfélagið á Íslandi  - kr. 300,000   
Kol og salt ehf- Vísindi listanna / listin í vísindunum -kr. 300,000   
Jagoda Wolnik - Listastaður - an art creative place for everyone -kr. 300,000   
Henry John Fletcher - Gönguleiðir og náttúruskoðun á Vestfjörðum -kr. 250,000   
Herdís Anna Jónasdóttir - Bach, Schubert og Spohr - kr. 200,000   
Leikfélag Hólmavíkur - Þjóðleikur - kr. 200,000   


Eftirfarandi aðilar fengu styrk til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna árið 2021 

Arna ehf. - Fullvinnsla aukaafurða: Framleiðsla áfengra drykkja úr mysu  - kr. 2,000,000  
Hótel Ísafjörður hf., Skíðagöngubærinn - kr. 1,750,000  
FLAK ehf. -  Góðmeti - kr 1,700,000  
Jake Maruli Thompson - Salmon on Seaweed - kr. 1,500,000  
Sauðfjársetur á Ströndum ses - Náttúrubarnahátíð og Náttúrubarnaskóli á Ströndum  -kr. 1,500,000  
Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson ehf. - Snjóflóðasafnið á Flateyri - kr.1,500,000  
Jamie Lai Boon Lee - Kraftur úr Hafinu - kr.1,500,000  
Ævintýradalurinn ehf. - Sjálfbærni - alla leið - kr.1,000,000  
Dokkan brugghús ehf. - Vöruþróun og hönnun á vistvænum gjafaumbúðum. - kr.  1,000,000  
Fiskvinnslan Hrefna ehf. - Endurhönnun, staðsetning vörumerkis og  efling markaðsmála  - kr. 1,000,000  
Charlotta Rós Sigmundsdóttir - Bambahús á Vestfjörðum  -kr.1,000,000  
Jamie Lai Boon Lee - With Love, from Iceland - kr.1,000,000  
Norðankaldi slf. - Markaðssetning á siglingum við norðanverðan Breiðafjörð - kr.  1,000,000  
Anna Björg Þórarinsdóttir - Vöruhönnun úr Bjarnfirskum kirsuberjum- kr. 750,000  
True Westfjords - Þróun, nýsköpun og framtíðarsýn True Westfjords ehf - kr.  750,000  
Matthías Sævar Lýðsson - Húsavíkurbúið  hönnun umhverfisvænna umbúða og vöruþróun - kr.  750,000  
Jón Hafþór Marteinsson - Færastangir - kr. 600,000  
Eldi og umhverfi ehf. - Bleikjueldi á bújörð - samlegð með ferðaþjónustu,- kr. 500,000  
Katrín Guðjónsdóttir -  Örlaganótt: Könnun á raunhæfni hugmyndar.- kr. 500,000  
Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum  - Umhverfismál á heimavelli - kr. 500,000  
Víkingur Sindri Ólafsson - Hönnun á heildar concept - kr. 400,000  
Ásta Þórisdóttir - Sýslið.is, auðkenni & markaðsefni - kr. 300,000  
 
Vestfjarðastofa óskar öllum styrkhöfum til hamingju og bendir þeim á að hafa samband við starfsmenn ef einhverjar spurningar vakna.