Fara í efni

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða Sóknaráætlun Vestfjarða

Úthlutað hefur verið úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða vegna verkefna ársins 2024.  Alls bárust 78 umsóknir og hlutu 57 verkefni brautargengi. Auk þeirra eru 6 verkefni sem hafa þegar hlotið styrkvilyrði, svo alls eru það 63 verkefni sem hljóta styrkvilyrði og koma vonandi til framkvæmda á árinu 2024. Úthlutað er í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana, styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og styrkir til menningarverkefna. Heildarupphæð styrkveitinga vegna ársins 2024 er 56.700.000 kr.
Smellið hér til að sjá skjal með öllum styrkveitingum ársins og stuttri lýsingu á hverju verkefni. 

Þetta er síðasta styrkveitingin úr Sóknaráætlun Vestfjarða en hún gildir út árið 2024. Stefnt er að því að hefja vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlun með vorinu og mun hún væntanlega gilda í 5 ár.