Fara í efni

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða Sóknaráætlun Vestfjarða

Úthlutunarnefnd og fagráð Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hafa lokið störfum við að fara yfir styrkumsóknir vegna ársins 2024.

Alls bárust 78 umsóknir. Af þeim hlutu 57 umsóknir styrkvilyrði, alls að upphæð 44.850.000 kr. Auk þess eru 6 verkefni sem þegar hafa hlotið styrkvilyrði að upphæð 11.850 svo heildarstyrkveitingar ársins 2024 verða 63 talsins og heildarupphæðin 56.700.000 kr.

Úthlutunarhóf verður haldið rafrænt fimmtudaginn 7. desember kl. 16:00. Þar verður tilkynnt hvaða umsóknir hlutu styrk og sýnd innslög frá nokkrum fyrri styrkþegum. Slóðin til að horfa á þennan viðburð verður birt á vefnum www.vestfirdir.is þegar nær dregur.