Fara í efni

Umsóknarfestur framlengdur - Öll vötn til Dýrafjarðar

Fréttir

Athugið! Áður auglýstur umsóknarfrestur um styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða, sem verkefnisstjórn veitir úr í umboði Byggðastofnunar vegna ársins 2022 hefur verið framlengdur til kl. 16 þriðjudaginn 1. mars 2022. Tekið skal fram að þetta er síðasta úthlutun verkefnisins. 

 Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. mars 2022.

Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagsverkefnum í samfélaginu við Dýrafjörð eru hvattir til að sækja um. Einnig verður horft til stærri verkefna sem hvetja til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina.

Á vefsíðum bæði Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu má finna nánari útlistanir á gildandi reglum um styrkveitingar og markmiðaskjal verkefnisins.

Umsækjendur eru hvattir til að lesa leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir verkefnisstjóri Agnes Arnardóttir, netfang: agnes@vestfirdir.is