Þýskir blaðamenn á ferð um Vestfjarðaleiðina
Markaðsstofa Vestfjarða hélt nýverið blaðamannaferð í samstarfi við Íslandsstofu og Finn Partners, þar sem fjórir blaðamenn frá Þýskalandi fengu tækifæri til að kynnast Vestfjörðum og Vestfjarðaleiðinni The Westfjords Way.
Ferðin var liður í markvissri markaðssetningu á Vestfjörðum sem áfangastað fyrir þýska ferðamenn, en áherslan var á upplifun, náttúru og menningu svæðisins. Meðal þeirra fjölmiðla sem tóku þátt voru miðlar á borð við National Geographic Germany.
Ferðalag um fjölbreytt landslag Vestfjarða
Blaðamennirnir hófu ferð sína á Ísafirði og dvöldu þar fyrsta daginn, þar sem þeir fóru í bæjargöngu með Ísafjörður Guide, fóru í hvalaskoðun me
ð Sjóferðum, heimsóttu útsýnispallinn á Bolafjalli og borðuðu kvöldverð á Tjöruhúsinu. Næstu daga lá leiðin á sunnanverða Vestfirði með viðkomu við
náttúruperlur á borð við Dynjanda og Rauðasand, og heimsóknir á Flateyri, Bíldudal og Patreksfjörð.
Á leiðinni voru fjölbreyttar upplifanir kynntar sem eru hluti af upplifun Vestfjarðaleiðarinnar. Hópurinn prófaði m.a. kajak með Westfjords Adventures, baðaði sig í náttúrulaugum og naut veitinga á stöðum á borð við Vegamótum, Logn, Café Riis og Tjöruhúsinu.
Ferðin endaði á Ströndum, þar sem hópurinn heimsótti Galdrasýninguna á Hólmavík, smakkaði bjór hjá Galdur brugghúsi, og skoðaði nýopnaða sýningu hjá Baskasetrinu. Í Djúpavík var farið um safnið í gömlu síldarverksmiðjunni og gist á Hótel Djúpavík. Að lokum var stoppað við Eiríksstaði í Dölunum á leiðinni til Reykjavíkur, þar sem blaðamennirnir fengu innsýn í sögu landnáms og víkinga.
Samstarf og markmið
Markaðsstofa Vestfjarða vill þakka öllum samstarfsaðilum sem tóku á móti hópnum:
Ísafjörður Guide, Sjóferðir, Hótel Ísafjörður, Logn, Hótel Djúpavík, Hótel Flókalundur, Galdrasýningin á Ströndum, Café Riis, Westfjords Adventures, Gamla Bókabúðin Flateyri og Tjöruhúsið.
Verkefnið var unnið fyrir tilstilli Markaðsstofu Vestfjarða í samstarfi við Íslandsstofu og Finn Partners.