Fara í efni

Stórhuga Strandamenn!

Fréttir

Í gær rann út umsóknarfrestur í Frumkvæðissjóð Sterkra Stranda. Óhætt er að segja að mikil gróskutíð ríki í hugmyndaauðgi Strandamanna því umsóknir hafa aldrei verið fleiri. 33 umsóknir bárust og heildarupphæð styrkbeiðna var 87.141.343 kr. sem er mun hærra en áður hefur sést, en sjóðurinn hefur 16.500.000 kr. til ráðstöfunar í þessari síðustu úthlutun verkefnisins. Nú ræður úthlutunarnefnd ráðum sínum og mega umsækjendur vænta svara um miðjan mars.

Sterkar Strandir er byggðaþróunarverkefni í Strandabyggð sem rekið er undir merkjum Brothættra byggða og hefur það meginmarkmið að stöðva viðvarandi fólksfækkun.