Fara í efni

Stórfundur menningar á Vestfjörðum

Fréttir

Miðvikudaginn 22. apríl var haldinn stór fjarfundur. Til hans var boðið öllum þeim sem sinna menningarmálum á Vestfjörðum.  Tilgangur fundarins var að gefa fólki tækifæri til að ræða saman og bera saman bækur.

Fundurinn þótti takast sérlega vel og mættu tæplega 50 manns. Fundarmenn voru á því að efla þyrfti samtal og samstarf í menningarlífinu á Vestfjörðum, og að þessi vettvangur hentaði einstaklega vel til þess.

Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík (og Ísfirðingur) var gestur á fundinum og hvatti m.a. til þess að samstarf yrði tekið upp við Listahátíð.

Ákveðið var að halda annan fund með sama sniði og verður hann haldinn miðvikudaginn 29. apríl kl. 11:00.
Öllum er heimill aðgangur, en það þarf að óska eftir boði á fundinn með því að senda línu á Skúla Gautason, menningarfulltrúa Vestfjarða.