Fara í efni

Sterkar Strandir: Íbúafundur haldinn 22. júní

Sterkar Strandir tilheyra röð verkefna á landsvísu undir stjórn Byggðastofnunar með heitinu Brothættar byggðir. Í júní 2020 var haldið íbúaþing á Hólmavík þar sem íbúar voru kallaðir saman í tveggja daga vinnubúðir. Í framhaldinu vann verkefnisstjórn stöðugreiningu á svæðinu þar sem tekið var tillit til íbúaþróunar, atvinnuþátta og -þróunar, auk sérstöðu byggðalagsins.

Tilgangurinn með íbúafundinum nú í júní 2021 var að ræða markmið og framtíðarsýn Sterkra Stranda. Farið var yfir stöðuna og hvernig hafi gengið að fylgja eftir markmiðum íbúanna og aðgerðaáætluninni.

Góðar umræður voru á fundinum og gagnlegar ábendingar komu fram sem verkefnisstjórn og verkefnisstjóra er falið að vinna áfram.