Fara í efni

Samgöngustofa — Sumarstarf á Ísafirði

Störf í boði

Samgöngustofa leitar að sumarafleysingu í deild skipa og hafnaeftirlits með starfsstöð á Ísafirði.

Helstu verkefni starfsins eru að taka við umsóknum er varða skipsskírteini, frágangur gagna í skjalakerfi stofnunarinnar og reikningagerð. Einnig felst í starfinu símsvörun og almenn upplýsingagjöf til viðskiptavina.

Starfshlutfall er 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Gott vald á íslensku í rituðu og töluðu máli.
  • Að geta og vilja læra á ný og sérhæfð forrit.
  • Leitað er að einstaklingi sem er fær í mannlegum samskiptum og með ríka þjónustulund.
  • Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, jákvæður og vandvirkur.

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Umsóknarfrestur er til 4. mars 2024.

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á Starfatorgi.