Rafræn vinnustofa fyrir umsækjendur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða verður haldin á Teams 15. október n.k.. Uppbyggingarsjóður Vestfjarða stendur opinn til hádegis þann 22. október. Sjóðurinn styrkir nýsköpun, uppbyggingu atvinnulífs og menningarstarf á Vestfjörðum. Umsóknartímabilið nú er vegna verkefna sem eiga að koma til framkvæmda árið 2026.
Jafnframt geta umsækjendur bókað tíma hjá ráðgjöfum Vestfjarðastofu.
Umsóknir þurfa að falla að markmiðum og áherslum gildandi Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029. Við styrkúthlutun er litið til verkefna sem efla listir, menningu, nýsköpun og atvinnuþróun á svæðinu og stuðla að fjölgun atvinnutækifæra. Þá er horft til verkefna sem snúa að vöruþróun og gæðum hönnunar, auka fagmennsku á sviði lista og menningar, styðja við uppbyggingu og eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu og eru gjaldeyrisskapandi. Að þessu sinni er áhersla lögð á verkefni sem á breiðum grunni geta eflt vetrarferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Hér er hlekkur á fundinn
Athugið að fundurinn verður tekinn upp