Fara í efni

Ráðgjafar Vestfjarðastofu til aðstoðar

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða Sóknaráætlun Vestfjarða
Sveitamarkaður á FLAK, Patreksfirði.
Ljósm. Gígja Skjaldardóttir
Sveitamarkaður á FLAK, Patreksfirði. Ljósm. Gígja Skjaldardóttir

Á dögunum voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Margvísleg verkefni á sviði menningar og nýsköpunar eru að hefjast um allan Vestfjarðakjálkann og verður áhugavert að fylgjast með framgangi þeirra. Oft stranda slík verkefni á einhverju smálegu og þá er gott að geta leitað aðstoðar. Vestfjarðastofa bendir á að styrkþegar eiga rétt á aðstoð við að koma verkefnum sínum í framkvæmd án endurgjalds.

Eftirfarandi ráðgjafar Vestfjarðastofu eru til aðstoðar þeim sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og öðrum sem á þurfa að halda:
Lína Björg Tryggvadóttir, Ísafirði
Agnes Arnardóttir, Þingeyri
Guðrún Anna Finnbogadóttir, Patreksfirði
Skúli Gautason, Hólmavík

Mynd: Sveitamarkaður á FLAK, Patreksfirði.
Ljósm. Gígja Skjaldardóttir