Fara í efni

Opnað fyrir umsóknir í Þróunarverkefnasjóð Flateyrar

Fréttir Verkefni

Tillögur starfshóps sem skipaður var þann 24. janúar 2020, til mótunar aðgerða til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri, voru m.a. að stofnaður yrði Þróunarverkefnasjóður. Sjóðurinn væri nýttur til styrkveitinga til nýsköpunar- og þróunarverkefna á Flateyri. Árið 2020 voru veittir styrkir úr sjóðnum að upphæð 9 milljónum króna. Fyrir árið 2021 verða veittir styrkir úr sjóðnum að upphæð 20 milljónir króna.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Þróunarverkefnasjóð Flateyrar.

Mat verkefna tekur mið af íbúasamráði í tengslum við samfélagsverkefni á Flateyri og markmið Sóknaráætlunar Vestfjarða. Þær umsóknir sem berast í sjóðinn verða metnar af verkefnisstjórn byggðarlagsins sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og hverfisráði Flateyrar.

Auglýst er eftir umsóknum úr Þróunarverkefnasjóði fyrir styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Flateyri, sem verkefnisstjórn veitir úr. Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2021 kl. 16.00. 

Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu á Flateyri eru hvattir til að sækja um. Athugið að vönduð umsókn eykur líkur á úthlutun úr Þróunarsjóði. Umsókn sem hefur verið vistuð fyrir kl. 16.00 þann 7. apríl 2021 telst móttekin. Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn. 

Hér er hægt að sækja um styrk til verkefna sem efla samfélagið á Flateyri. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á svæðinu. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga. 

Allar þær upplýsingar eða gögn sem talið er að geti styrkt umsóknina skulu fylgja sem viðhengi. Dæmi; viðskiptaáætlanir, rekstraráætlanir, ársreikningar, teikningar, meðmælabréf, myndir eða ítarlegri verk-, tíma- og kostnaðaráætlanir.

Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn. Það er góð regla að vista umsóknina sem PDF í sinni endanlegu mynd. Ekki er hægt að vinna í umsókninni eftir að hún hefur verið send. 

Umsóknareyðublöð má finna hér