Fara í efni

Opinn stefnumótunarfundur - Samtal um framtíð Edinborgarhússins

Fréttir

Samtal um framtíð Edinborgarhússins
Opinn stefnumótunarfundur

fimmtudaginn 22. maí 2025
kl. 16:00–18:30

Stjórn Edinborgarhússins hefur hafið vinnu við að móta skýra stefnu fyrir Menningarmiðstöðina Edinborg til næstu ára.

Boðað er til opins stefnumótunarfundar þar sem rætt verður um hlutverk Edinborgarhússins í samfélaginu og hvernig við viljum sjá það þróast á næstu árum.

Fundurinn er ætlaður fólki með tengsl við húsið – hvort sem þau eru fagleg, persónuleg eða samfélagsleg. Markmiðið er að safna fjölbreyttum viðhorfum og hugmyndum sem nýtast munu í áframhaldandi stefnumótunarvinnu.

Í upphafi fundar verður stutt kynning á Edinborg, starfsemi hússins og rekstri í dag. Að því loknu verða umræður og hópavinna undir stjórn Vigdísar Jakobsdóttur menningarráðgjafa. Ekki er stefnt að því að komast að einni sameiginlegri niðurstöðu á þessum fundi – heldur er markmiðið fremur að ná fram fjölbreyttum sjónarmiðum og kortleggja hugmyndir sem munu nýtast í áframhaldandi stefnumótunarvinnu. Þátttakendur þurfa ekki að undirbúa sig sérstaklega fyrir fundinn.

Samtalið fer fram í Edinborgarsal fimmtudaginn 22. maí 2025 kl. 16:00-18:30 og boðið verður upp á veitingar.

Vinsamlegast skráið þátttöku HÉR

 

Skoða á viðburðardagatali