Fara í efni

Opið fyrir styrkumsóknir í ýmsa sjóði

Fréttir

Um þessar mundir er opið í fjölmarga sjóði. Nordplus áætlunin sem ætlað er að stuðla að samstarfi og gæðum í menntun á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum er með opið í alla sína 5 sjóði til 1. febrúar. Sama dag rennur út frestur til að sækja um menningar- og ferðamálastyrki hjá Vesturbyggð og Bolungarvíkurkaupstað. Þann 6. febrúar rennur síðan út umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna þar sem háskólar, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki geta sótt um að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum í allt að þrjá mánuði.

Tækniþróunarsjóður er með sex styrkjamöguleika og eru tveir opnir árið um kring en umsóknarfrestur í hina fjóra rennur út 15. febrúar. Það eru fyrirtækjastyrkirnir Vöxtur/Sprettur, Sproti og Markaður og Hagnýt rannsóknarverkefni. Sama dag renna út umsóknarfrestir í Sprotasjóð leik-, grunn-, og framhaldsskóla og Æskulýðssjóð. ESC – sjálfboðaliðaverkefni og samfélagsverkefni, tekur við umsóknum til 20. febrúar og það gerir líka náms- og þjálfunarhluti Erasmus + áætlunarinnar. Undir hana falla þrír sjóðir: menntun, æskulýðsstarf og inngildingarátak Discover EU.

Við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast vel með sjóðum á sínu sviði. Hér á hægri væng heimasíðu okkar undir Á döfinni má fylgjast með umsóknarfrestum helstu sjóða.