Fara í efni

Öll vötn til Dýrafjarðar - Íbúafundur 7. júní 2021

Fréttir
Mynd KH
Mynd KH

Öll vötn til Dýrafjarðar á Þingeyri er verkefni í samvinnu við Byggðastofnun undir verkefnaheitinu Brothættar byggðir. Verkefnið hófst 2018 með íbúaþingi 10.-11. mars  þar sem farið var yfir áherslur og óskir íbúanna. Áætlað var að verkefnið stæði í þrjú til fjögur ár. Eitt af markmiðum verkefnisins var að haldnir yrðu íbúafundir árlega þau ár sem verkefnið væri í gangi, til að fara yfir markmiðin sem íbúarnir settu sér í upphafi og endurskoða þau, skoða hvernig verkefnið hafi gengið og hvar megi bæta í eða draga úr. Þetta markmið gekk vel fyrstu tvö árin en þriðja árið þurfit að fresta því að halda íbúafund. Fjórða og síðasta árið er núna 2021 og haldin var íbúafundur í Félagsheimilinu á Þingeyri þann 7. júní 2021. Farið var yfir stöðuna, hvernig hefur gengið að fylgja eftir markmiðum íbúanna og aðgerðaáætluninni. Nokkuð hefur þokast, nokkrum verkefnum er lokið en flest eru þau í gangi, mis langt á veg komin og örfá hafa ekki byrjað. Fundarmenn fóru einnig yfir hvernig best væri að nýta þetta síðasta ár og hvert framhald verkefnisins yrði í lok árs 2021. Ýmsar hugmyndir voru viðraðar og var verkefnisstjórn og verkefnisstjóra falið að vinna nánar úr þeim.