Markaðsstofa Vestfjarða á Vestnorden 2025
Markaðsstofa Vestfjarða tók þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden 2025, sem fór fram á Akureyri dagana 30. september til 1. október. Vestnorden er helsti vettvangur ferðaþjónustuaðila Íslands, Færeyja og Grænlands til að efla tengsl, kynna nýjar vörur og þróa samstarf við erlenda ferðaskrifstofur.
Frá Markaðsstofu Vestfjarða sóttu ráðstefnuna Sölvi Rúnar Guðmundsson og Vilborg Pétursdóttir, auk þess sem fyrirtækið Fantastic Fjords tók þátt fyrir hönd Vestfjarða.
Vaxandi áhugi á Vestfjörðum
Á ráðstefnunni áttu fulltrúar Markaðsstofunnar 44 formlega fundi með ferðaskrifstofum og samstarfsaðilum víðs vegar að úr heiminum. Þar voru m.a. fyrirtæki sem þegar bjóða ferðir um Vestfirði, aðrir sem vinna að vöruþróun eða hafa áhuga á að bæta svæðinu inn í framtíðarferðir sínar.
Heilt yfir var mikill áhugi á Vestfjörðum og jákvæð viðbrögð við þeim möguleikum sem svæðið býður ferðamönnum allt árið um kring.
Kynnisferð með norðlenskum samstarfsaðilum
Í tengslum við ráðstefnuna var haldin kynnisferð fyrir erlendar ferðaskrifstofur um Vestfirði og Norðurland Vestra í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Fantastic Fjords.
Ferðin stóð yfir dagana 28.–29. september og gaf þátttakendum tækifæri til að upplifa fjölbreytt landslag, menningu og þjónustu á svæðinu. Á Vestfjörðum heimsótti hópurinn meðal annars Ísafjörð, Bolafjall, Hólmavík, Litlabæ, Saltverk og fleiri áhugaverða staði. Ferðin gekk afar vel og vakti mikla ánægju meðal þátttakenda.
Markaðsstofa Vestfjarða vill þakka Fantastic Fjords og Markaðsstofu Norðurlands fyrir gott samstarf við skipulag og framkvæmd kynnisferðarinnar.