Fara í efni

Íbúafundur í Strandabyggð

Mynd: KÞH
Mynd: KÞH

Sterkar Strandir er byggðaþróunarverkefni í Strandabyggð sem rekið er undir merkjum "Brothættra byggða" og hefur það meginmarkmið að stöðva viðvarandi fólksfækkun.

Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2020-2024 og er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Verkefnið er ætlað byggðarlögum sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun, fækkun atvinnutækifæra og það að atvinnulíf og þjónusta hafa veikst. Verkefnið er samstarfsverkefni heimamanna, Strandabyggðar, Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila.

Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, setti fundinn og að því loknu fór Sigurður Líndal, verkefnisstjóri Sterkra Stranda yfir framgang verkefnisins. Því næst fékk fundurinn afar áhugaverða kynningu á einu þeirra verkefna sem Frumkvæðissjóður Sterkra Stranda hefur styrkt, en það var Galdur brugghús sem kynnti sínar fyrirætlanir á fundinum við góðar undirtektir fundarmanna.

Að kynningum loknum var skipað í vinnuhópa sem skiluðuð góðu starfi í yfirferð starfsmarkmiða.

Fundurinn var vel sóttur og það er hugur í heimamönnum.