Fara í efni

Fréttabréf septembermánaðar komið út

Fréttir

Hnausþykkt fréttabréf Vestfjarðastofu fyrir septembermánuð er nú komið út. Þar er að finna fréttir af því helsta sem Vestfjarðastofa hafði á sinni könnu í mánuðinum, en það var nú ekki lítið. Til að mynda var stórsýning atvinnulífs og menningar - Gullkistan Vestfirðir haldin þann 6. september, en einnig var 70. Fjórðungsþing Vestfirðinga, Ungmennaþing Vestfjarða og fjárfestaheimsókn, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er þar að finna pistla frá framkvæmdastjóra og formanni stjórnar Vestfjarðastofu, auk ýmislegs annars. 

Endilega kíkið á fréttabréfið hér. 

Fréttabréf Vestfjarðastofu kemur út um hver mánaðamót að sumarfríi undanskildu. Viljir þú skrá þig á póstlista fyrir móttöku fréttabréfsins getur þú gert svo hér.