Fara í efni

Fjórðungsþingi lokið og ályktanir afgreiddar

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga

Í dag lauk 66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti, en þingið hefur staðið yfir í tvo daga á Ísafirði. Þingið var vel sótt og mikill hugur í sveitarstjórnarfólki.

Á þinginu voru þrjá vinnustofur þar sem fjallað var um; Vestfjarðastofa til framtíðar, Vestfirðir til framtíðar og Samstarf fyrir íbúana. Góðar umræður voru í vinnustofunum og komu fram ýmsar tillögur sem unnar verða áfram.

Fyrir þinginu lágu nokkrar ályktanir frá stjórn Fjórðungssambandsins ásamt ályktunum frá þingfulltrúum. Var í þeim ályktunum meðal annars fjallað um samgöngumál, gjaldtöku í sjókvíeldi sem og orkumál. Þá samþykkti Fjórðungsþing að stofna sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar frá og með áramótum, er það gert í kjölfar lagasetningar á Alþingi.

Ályktanir þingsins sem voru afgreiddar má finna hér.  En önnur mál frá þinginu má finna hér.