Fara í efni

Fjórðungsþing kallar eftir viðbragðsáætlunum

Fréttir

Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var í Bolungarvík dagana 6.-7.október samþykkti þingið tvær ályktanir er snúa að ofanflóðum. Þingið skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fjármálaráðherra að leita allra leiða til þess að flýta vinnu við að endurmeta hættu á ofanflóðum þar sem þegar hafa verið byggðar ofanflóðavarnir og minnir á upphaflegt hlutverk Ofanflóðasjóðs um verndun byggða fyrir ofanflóðum og flokkun og nýtingu hættusvæða.

Þá var í annarri ályktun því beint til Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra að hefja gerð viðbragðsáætlana vegna ofanflóða í öllum þéttbýlum á Vestfjörðum þar sem slíkt vantar, en komið hefur ljós að viðbragðsáætlanir vegna ofanflóða eru almennt ekki til staðar. Nauðsynlegt er að hafa slíkar viðbragðsáætlanir tiltækar svo að viðbragðsaðilar geti æft sig eftir þeim reglulega, svo viðbrögð á vettvangi geti verið fumlaus og örugg.