Fara í efni

Fjórðungsþing að hefjast

Fréttir
Hólmavík á haustdögum 2019
Hólmavík á haustdögum 2019

Fjórðungsþing og ársfundur Vestfjarðarstofu verður haldið í dag miðvikudaginn 27. maí 2020. Sú nýlunda verður að halda fundinn í fjarfundi þar sem ekki er mælst til að of mikill fjöldi fólks sé að hittast.  Við hjá Vestfjarðastofu siglum því hraðbyr inn í spennandi framtíð með tæknina að vopni.

Fjórðungsþing er vettvangur þar sem sveitastjórnarmenn koma saman og fara yfir hvernig mál eru að þróast og leggjast á eitt að finna farsælan farveg fyrir atvinnulíf, menningu og mannlíf á Vestfjörðum.

Karl Guðmundsson forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu mun flytja erindi á þinginu sem er ætlað að hvetja okkur til dáða eftir þessa undarlegu tíma sem gætu þó orðið okkar næsta sóknarfæri.