Fara í efni

Ferðaþjónustuvikan og Mannamót

Fréttir
Á morgun þriðjudaginn 16. janúar hefst Ferðaþjónustuvikan með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar í húsakynnum KPMG í Borgartúni. Hún er haldin í samstarfi Íslenska ferðaklasans, KPMG og SAF. Eftir hádegið tekur MICEland við í Grósku, vinnustofa og uppskeruhátíð fyrirtækja í ráðstefnu- og hvataferðaþjónustu á vegum Íslandsstofu/Meet in Reykjavík.
 
Miðvikudaginn  17. janúar verða þrír viðburðir á dagskrá í Grósku, Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra ferðaþjónustu, Ferðatæknimót, stefnumót fyrirtækja um lausnir á sviði ferðatækni og stafrænna tækifæra í ferðaþjónustu og að lokum hraðallinn  Straumhvörf.
 
Fimmtudaginn 18. janúar nær vikan síðan hámarki á skemmtilegasta ferðaþjónustuviðburði ársins. Mannamót markaðsstofa lanshlutanna, þar sem 244 ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni kynna vöruframboðið sitt.  Markaðsstofa Vestfjarða verður að sjálfsögðu á staðnum ásamt 15 ferðaþjónum frá Vestfjörðum. 
Að lokum Mannamóta verður haldin gleði um kvöldið til að fagna 10 ára afmæli Mannamóta og glæsilegri ferðaþjónustuviku.
 
Upplýsingar og skráning á alla viðburðina er á http://ferdathjonustuvikan.is