18. nóvember 2024			
		
	
					
															
							Fréttir						
																				
							Skýrslur og greiningar						
																
			Byggðastofnun hefur gefið út Stöðugreiningu landshlutanna 2024. Stöðugreiningin er ítarleg skýrsla sem skipt er í þrettán flokka, allt frá mannfjöldaþróun til efnahagsþróunar og lýðheilsu. Hver þessara þrettán flokka skiptis í marga undirflokka þar sem farið er yfir vítt svið af opinberum gögnum til að gefa sem besta mynd af því hvernig landshlutarnir standa hver um sig í hinum ýmsu málaflokkum.
Í skýrslunni eru hlekkir á þau mælaborð opinberra stofnanna sem til eru, þar er hægt að glöggva sig nánar á upplýsingum sem fram koma í stöðugreiningunni og skoða jafnvel á sveitarfélagagrunni en ekki eingöngu landshlutagrunni.