Fara í efni

Endurskoðun áfangastaðaáætlunar – opið fyrir athugasemdir

Fréttir Áfangastaðaáætlun Vestfjarða Markaðsstofa Vestfjarða

 

Nú er unnið að uppfærslu aðgerðaáætlunar Áfangastaðaáætlunar Vestfjarða, en hún hófst með fundaröð þar sem haldnir voru opnir fundir á öllum þremur svæðum Vestfjarða; á Tálknafirði 28. mars, á Hólmavík 3. maí og í Önundarfirði 22. maí.

Við vekjum athygli á því að öllum er velkomið að senda inn athugasemdir við áætlunina, en núgildandi aðgerðaáætlun má nálgast hér.

Þannig má benda á staði sem bæta má inn á áætlunina eða aðrar breytingar sem þörf er á að gera á aðgerðaáætlunni.

Óskað er eftir að athugasemdir berist til Steinunnar, verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar, á netfangið steinunn@vestfirdir.is í síðasta lagi miðvikudaginn 9. ágúst. Endurskoðuð áætlun verður svo send til staðfestingar hjá sveitarstjórnum í haust.