Fara í efni

Efni og ályktanir 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga

Fréttir

57. Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið þann 4. og 5. október 2012, að þessu sinni var þingið haldið á Bíldudal. Þar voru saman komnir sveitarstjórnarfulltrúar og framkvæmdastjórar sveitarfélaga Vestfjarða ásamt gestum sem boðið var til þingsins, alls um 40 manns.  Ávörp og erindi fluttu Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri, Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri.

 

Helstu viðfangsefni þingsins að þessu sinni voru Sóknaráætlun landshluta og stoðkerfi atvinnu og byggða, jafnframt voru kosningar. Kosin var stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga, fastanefnd um samgöngumál, skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði og menningarráð Vestfjarða. En þess má geta að breyting varð á stjórn FV þar sem Jón Jónsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn, í hans stað kemur Sveinn Ragnarsson, Reykhólahreppi.

 

Ályktanir þingsins og annað efni hefur verið tekið saman á heimasíðu FV undir flipanum Fjórðungsþing.