Fara í efni

Umsóknarfrestur í Þróunarsjóð Flateyrar rennur brátt út

Þróunarsjóður Flateyrar úthlutar nú í fimmta og síðasta sinn. Sjóðurinn styrkir nýsköpunar- og samfélagsverkefni sem efla atvinnu- og mannlíf á Flateyri og Önundarfirði og er gert ráð fyrir 20 milljónum til úthlutunar. 

Allir sem búa yfir hugmyndum að nýsköpunar- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu á Flateyri og Önundarfirði eru hvattir til að sækja um. Umsóknarformið er að finna hér. 

Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar 2023 kl. 16.00.

Mat verkefna tekur mið af niðurstöðum íbúaþings á Flateyri og markmiðum Sóknaráætlunar Vestfjarða. Þær umsóknir sem berast í sjóðinn verða metnar af verkefnisstjórn byggðarlagsins sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og Hverfisráði Önundarfjarðar.

Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér: Þróunarsjóður Flateyrar

Hafi fólk spurningar er velkomið að hafa samband við verkefnastjóra á Flateyri, Hrönn Garðarsdóttir hronng@isafjordur.is eða í síma 867-4035.