Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við samfélagsverkefni sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Ísafjarðarbær og Vestfjarðastofa standa að.Á árinu 2023 er gert ráð fyrir kr. 10 milljónum til úthlutunar. Mat verkefna tekur mið af íbúasamráði í tengslum við samfélagsverkefni á Flateyri og markmið Sóknaráætlunar Vestfjarða. Þær umsóknir sem berast í sjóðinn verða metnar af verkefnisstjórn byggðarlagsins sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og Hverfaráði Flateyrar.Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2023 kl. 16.00. Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu á Flateyri eru hvattir til að sækja um. Athugið að vönduð umsókn eykur líkur á úthlutun úr Þróunarsjóði. Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn. Styrkhæf verkefni eru:
Athugið að ekki er hægt að vinna í umsókninni eftir að hún hefur verið send og mælt er með að geyma texta á öðru formi á meðan hún er unninn!
Verklag um umsýslu fjármuna Þróunarsjóðs Flateyrar 2020-2023 má finna hér.
Ég staðfesti að ég hef lesið úthlutunarreglur