Fara í efni

Þróunarsjóður Flateyrar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við samfélagsverkefni sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Ísafjarðarbær og Vestfjarðastofa standa að.

Á árinu 2023 er gert ráð fyrir kr. 10 milljónum til úthlutunar. Mat verkefna tekur mið af íbúasamráði í tengslum við samfélagsverkefni á Flateyri og markmið Sóknaráætlunar Vestfjarða. Þær umsóknir sem berast í sjóðinn verða metnar af verkefnisstjórn byggðarlagsins sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og Hverfaráði Flateyrar.

Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2023 kl. 16.00. 
Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu á Flateyri eru hvattir til að sækja um. Athugið að vönduð umsókn eykur líkur á úthlutun úr Þróunarsjóði. 
Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn. 
Styrkhæf verkefni eru:

  • Rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu.
  • Stofnfjárfesting í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði.
  • Samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.

Athugið að ekki er hægt að vinna í umsókninni eftir að hún hefur verið send og mælt er með að geyma texta á öðru formi á meðan hún er unninn!

Verklag um umsýslu fjármuna Þróunarsjóðs Flateyrar 2020-2023 má finna hér.

Einstaklingur, ehf, félagasamtök o.s.frv.
Dragið fram helstu markmið með verkefninu í nokkrum setningum og hver afrakstur verður í lok verkefnis (hámark 250 orð). Það styrkir umsókn ef mælanlegir kvarðar eru settir upp til skilgreiningar á því hvort að markmiði hafi verið náð.
• Markmið verkefnisins • Hvað á að gera og hvernig verður verkefnið unnið til að ná settum markmiðum? Hér er mikilvægt að allar helstu upplýsingar komi fram í hnitmiðuðum texta og með rökstuðningi fyrir umsókninni.
• Hvernig leiðir verkefnið til atvinnusköpunar (helst á heilsársgrundvelli)? • Hvernig er þess gætt að verkefnið trufli ekki samkeppni á þjónustusóknarsvæðinu? • Hverjar eru markaðslegar- og rekstrarlegar forsendur verkefnisins?
• Hefur styrkveiting mikil áhrif á framgang verkefnisins? Ef svo er, þá hvernig?
Stutt lýsing á bakgrunni umsækjanda og verkefnisstjóra. Gera skal grein fyrir framlagi þeirra, hlutverki og ábyrgð í verkefninu. Er þekking og/eða reynsla til staðar þannig að verkefnið sé líklegt til árangurs. Einnig skal gera grein fyrir helstu samstarfsaðilum (ef við á), nafni, kennitölu og hlutverki og leggja fram viljayfirlýsingu um samstarf frá þeim í fylgigögnum.
Æskilegt er að fá viðhengi sem Excel skjal hér að neðan
Skiptið verkefninu upp í kostnaðarliði. Sundurliðið kostnaðarliði verkefnisins, s.s. reiknuð eigin vinna, laun, aðkeypta þjónustu, útlagðan kostnað og svo frv. Æskilegt er að fá viðhengi sem Excel skjal hér að neðan. Tilgreinið tekjur, styrki og aðra fjármögnun verkefnisins að umbeðinni styrkupphæð undanskilinni
Fjárhæð sem sótt er um (krónur)
Hvernig verður kynningu á verkefninu háttað? Vinsamlegast skrifið stuttan texta um verkefnið sem nota má til kynningar á verkefninu af hálfu Ísafjarðarbæjar og samstarfsaðila (einnig væri gott að fá mynd eða myndir)
Ég staðfesti að ég hef lesið úthlutunarreglur

Ég staðfesti að ég hef lesið úthlutunarreglur