Fara í efni

103 umsóknir bárust í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða Áfram Árneshreppur! Sóknaráætlun Vestfjarða Öll vötn til Dýrafjarðar Sterkar Strandir

Umsóknarfrestur vegna Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða rann út í gær. Sótt var um til verkefna sem eiga að koma til framkvæmda árið 2023. Alls bárust 103 umsóknir í Uppbyggingarsjóð vegna ársins 2023;
44 nýsköpunarverkefni, sótt um alls 102.455.780 kr. Heildarkostnaður verkefna 238.307.985 kr.
52 menningarverkefni, sótt um alls 55.794.250 kr. Heildarkostnaður verkefna 155.379.910 kr.
7 stofn og rekstrarstyrkumsóknir, sótt um alls 30.115.000. Heildarkostnaður alls 101.190.843 kr
Alls var sótt um 188.365.030 kr. Heildarkostnaður allra verkefna er 494.878.738 kr.

Þessi fjöldi er svipaður og í meðalári. Umsóknirnar hafa nú verið sendar til fagráða sem meta hverja umsókn skv matsblaði. Þau senda niðurstöður sínar til úthlutunarnefndar sem ákveður endanlega styrkupphæð á þær umsóknir sem fagráðin leggja til að hljóti styrk.  Niðurstöðu þeirrar vinnu má vænta í byrjun desember.

Til úthlutunar árið 2023 eru kr. 54.150.000 + niðurfelldir styrkir fyrri ára, 650.000 kr og vextir, 350.000 kr, samtals 55.150.000 kr.
Af þeirri upphæð hefur 11.850.000 kr þegar verið ráðstafað í fjölárastyrki. Til ráðstöfunar eru því 43.300.000 kr.
Þessar tölur eru með fyrirvara um breytingar.