08. febrúar 2008			
	
					
															
							Fréttir						
																
			Íslenska kvikmyndin Brúðguminn sem tekin var upp í Flatey á Breiðafirði verður á sunnudaginn sýnd í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði sem er eitt af fáum starfandi kvikmyndahúsum á landsbyggðinni. Hefjast sýningar kl. 17 og 20 og er myndin leyfð öllum aldurshópum. Brúðguminn er bráðfyndin gamanmynd með alvarlegum undirtón sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Hilmir Snær Guðnason og Bílddælingurinn Þröstur Leo Gunnarsson eru í aðalhlutverkum.