Fara í efni

Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum, ný skref

Fréttir
Nýr háspennustrengur um Dýrafjarðargöng styrkir flutningskerfi raforku á Vestfjörðum
Nýr háspennustrengur um Dýrafjarðargöng styrkir flutningskerfi raforku á Vestfjörðum

Landnet kynnir í dag tillögu að Kerfisáætlun 2020-2022. Það er mikið ánægjuefni að helsta breytingin sem hefur orðið á kerfisáætlun frá síðustu útgáfu er það sem snýr að Vestfjörðum en nú er styrking meginflutningskerfisins á Vestfjörðum er komin á 10 ára áætlun, en umfjöllun í Kerfisáætlun um Vestfirði hefur til þessa verið undir umfjöllun um hvern landhluta en ekki sem hluti af meginflutningskerfinu. Hér eru m.a. kynntar tillögur um mögulegar útfærslur á tvöföldun Vesturlínu og aukningu á flutningsgetu raforku. Eins er í tillögu að framkvæmdaáætlun 2022-2024 tillögur um þrjú stór verkefni; endurnýjun tengivirkis í Breiðadal, styrking flutningskerfis á sunnanverðum Vestfjörðum m.a. með sæstreng yfir Arnarfjörð og síðan uppbygging tengipunktar við innanvert Ísafjarðardjúp. Þessi verkefni hafa um árabil verið áherslumál hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga í umræðu um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það mikilvægt að verkefni á Vestfjörðum séu þannig komin á áætlun og séu í umræðu þegar verið er að taka ákvarðanir um meginflutningskerfið og þar með möguleika á uppbyggingu atvinnulífs og orkuskipti á Vestfjörðum. Frestur til að skila umsögn er til 30. júlí n.k. og mun Fjórðungssamband skila þar inn umsögn.

Hér er svo tillagan  Kerfisáætlun 2021-2030 (landsnet.is)