Fara í efni

Áfangastaðurinn Vestfirðir - Strandir og Reykhólar

Fréttir Áfangastaðaáætlun Vestfjarða
Miðvikudaginn 3. maí býður Markaðsstofa Vestfjarða ferðaþjónum og öðrum áhugasömum um uppbyggingu ferðaþjónustu á Ströndum og Reykhólum á opinn fund. Þar verður fjallað um endurskoðun áfangastaðaáætlunar fyrir svæðið, kynning á verkfærakistu Vestfjarðaleiðarinnar og almennt spjall.
 
Fundurinn verður haldinn á Galdrasýningunni á Hólmavík frá kl. 17-19 og verða léttar veitingar í boði.
 
Einnig munu starfsmenn Markaðsstofunnar verða á ferðalagi um svæðið og kíkja í heimsóknir til ferðaþjóna dagana í kring. 

Skoða á viðburðardagatali