Fara í efni

Fjórðungsþing Vestfirðinga hefst á morgun

Fréttir

Á morgun hefst 68. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti. Að þessu sinni er Fjórðungsþingið haldið í Félagsheimilinu í Bolungarík og stendur það föstudag og laugardag. Yfirskrift þingsins í ár er umhverfi og ímynd Vestfjarða og mun Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, orku og loftslagsráðherra vera einn af frummælendum. Aðrir frummælendur eru Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Björgvin Sævarsson, framkvæmdastjóri Yorth Group, auk verkefnastjóra Vestfjarðastofu þeirra Hjörleifs Finnssonar og Önnu Sigríðar Ólafsdóttur.

Hægt verður að fylgjast með beinu streymi frá þinghaldi á morgun frá klukkan 9:50 og fram yfir pallborðsumræður og á laugardag frá klukkan 12:30. Streymið verður hægt að nálgast í gegnum Fésbókarsíðu Vestfjarðastofu.

Fyrir Fjórðungsþingi liggja tillögur að ályktunum um ýmis málefni eins í orkumálum að Vestfirðir fari úr biðflokk í verkefnaflokk, ályktað verður um gerð loftslagsstefnu fyrir Vestfirði, samgöngur út frá ímynd Vestfjarða, jarðgöng, endurmat snjóflóðahættu, menningu og menntun, nýja menntastefnu Vestfjarða, ungmennaráð og fleira. Hægt er að kynna sér þau mál sem tekin verða fyrir hér undir gögnum.