Fara í efni

66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga lokið

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga

66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga lauk nú um hádegið. Lagðar voru fram tillögur um umræðuefni á ársþinginu sem haldið verður í haust.

Ber þar fyrst að nefna fjármál sveitarfélaga og sú þjónusta sem sveitarfélögin eiga að veita, en þjónustusvið sveitarfélaga er í sífelldum vexti. Bregðast þarf við styttingu vinnuvikunnar án þess að skerða þjónustu. 

Lagt var til að haldinn yrði fundur um raforkumál Vestfirðinga, framleiðslu, flutningskerfið, nýtingu og komandi orkuskipti. 

Meginþema þingsins var samvinna sveitarfélaga innan fjórðungsins og möguleikarnir sem felast í því að efla og bæta þjónustu með samræmdum hætti.