Reykhólahreppur er þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir með áherslu á samfélagslega þróun í gegnum verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða. Verkefnið er unnið í samstarfi við Reykhólahrepp, Vestfjarðastofu og Byggðastofnun, með það að markmiði að styðja við sjálfbæra uppbyggingu, virka þátttöku íbúa og framtíðarsýn íbúa sem birt er í verkefnisáætlun.
Meginmarkmið verkefnisins:
- Jákvætt og umburðarlynt samfélag
- Samstaða um auðlindanýtingu
- Frjótt atvinnu- og mannlíf
Frumkvæðissjóður Fjársjóðs fjalla og fjarða
Frumkvæðissjóður Fjársjóðs fjalla og fjarða veitir styrki á tímabili verkefnisins og býður verkefnisstjóri upp á ráðgjöf fyrir áhugasama, bæði hvað varðar hugmyndavinnu og gerð umsókna.
Fyrsta úthlutun var 29. október 2025
Umsækjendum er bent á:
- Að kynna sér vel verkefnisáætlun Fjársjóðs fjalla og fjarða, þ.m.t. framtíðarsýn og markmið.
- Að lesa verklags- og úthlutunarreglur Byggðastofnunar sem eru hér til hliðar
- Að kynna sér eftirfarandi eyðublöð sem finna má hér til hliðar: umsóknareyðublað, lokaskýrslueyðublað, tímaskýrslu og fjárhagsyfirlit verkefnis. Tvö síðastnefndu eyðublöðin eru hugsuð til að auðvelda styrkþegum undirbúning umsóknar og gerð lokaskýrslu. Útfyllt skjölin geta fylgt sem viðhengi með umsókn eða lokaskýrslu eftir því sem við á.
- Að bóka tíma hjá verkefnisstjóra fyrir ráðgjöf um hugmyndir og umsóknarskrif.
Umsóknareyðublaði skal skila til verkefnisstjóra á netfangið embla@vestfirdir.is.
Fyrir ráðgjöf um hugmyndir og umsóknarskrif, hafið samband og við finnum tíma í sameiningu.
Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri Embla Dögg Bachmann:
📞 Sími: 772-9499
📧 Netfang: embla@vestfirdir.is
Fylgjast má með gangi verkefnisins á Facebook-síðu Fjársjóðs fjalla og fjarða, á vef Vestfjarðastofu og á heimasíðu Byggðastofnunar
Verkefnisstjórn skipa:
Hrefna Jónsdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Aðalsteinn Óskarsson, fulltrúi Vestfjarðastofu
Vésteinn Tryggvason og Guðlaug Guðmunda I. Bergsveinsdóttir, fulltrúar íbúa
Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir, fulltrúar Byggðastofnunar.
Fjársjóður fjalla og fjarða,
hér finnur þú fegurð og frið.
Auðlegð afls og jarðar,
hver nýtir það nema við?
Starfsmaður verkefnis