Samfélagsleg nýsköpun til umfjöllunar í fyrstu Forvitnu frumkvöðlum ársins
Fyrsta erindi ársins í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna, Forvitnir frumkvöðlar, var haldið þann 6. janúar. Að þessu sinni var erindið sniðið að sérstakri tegund frumkvöðlastarfs þ.e. samfélagslegri nýsköpun og bar það yfirskriftina Þegar íbúar móta framtíðina: samfélagsleg nýsköpun í þágu byggðaþróunar. Af þátttökunni mátti sjá að margir létu sig málið varða en um 60 manns mættu í fundarherbergið í netheimum.
Þær Steinunn Ása Sigurðardóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir, verkefnastjórar hjá Vestfjarðastofu stóðu í stafni, en þær eru í evrópska samstarfsverkefninu MERSE (2023–2026), sem styrkt er af Norðurslóðaáætluninni (NPA).
14. janúar 2026