Hvatning Vestfirðinga til frambjóðenda til Alþingis
Alþingiskosningar eru á næsta leiti og líklegt er að við hittum, næstu 25 daga, frambjóðendur á förnum vegi. Þá er gott að vekja athygli á því að á Vestfjörðum er mikill uppgangur og margt hefur færst til betri vegar síðustu ár og jákvæð þróun er á mjög mörgum sviðum. Fleiri stoðir efnahagslífs hafa náð fótfestu og á Vestfjörðum varð til fyrsti og eini „einhyrningurinn“ á Íslandi, Kerecis. Sumir ganga svo langt að segja að á Vestfjörðum sé í gangi efnahagsævintýri vegna þeirrar sölu, þróunar fiskeldis og fleiri þátta.
Það er auðvitað fjölmargt sem mun bera á góma í samtölum við frambjóðendur en ég vil hvetja alla Vestfirðinga til að hafa eftirfarandi ellefu atriði í huga sem þarf að vinna að til að tryggja áframhaldandi jákvæða þróun á Vestfjörðum.
05. nóvember 2024