08. janúar 2026
Fréttir
Fyrst af öllu: Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir árið 2025 - það var gott á svo margan máta.
Nýtt fréttabréf Vestfjarðstofu er komið í hús.
Við gerðum það fyrir árið 2024 og gerum það aftur núna að hafa síðasta fréttabréf árisins með óhefðbundnu sniði. Þar er að finna pistla frá starfsfólki þar sem það lítur yfir farinn veg á árinu. Eins og þið sem fylgist með störfum okkar vitið, þá er í nægu að snúast hjá starfsfólki Vestfjarðastofu, en við hvetjum ykkur til að líta á fréttabréfið hugrenningar þess um hið nýliðna ár.
Fréttabréf Vestfjarðastofu - desember 2025
Við hlökkum til að takast á við spennandi verkefni á þessu nýja ári og við hvetjum ykkur til að vera ófeimin við að reka inn nefið á starfsstöðvum Vestfjarðastofu.