Fara í efni

Vinnustofur í söng- og leiklist í Vesturbyggð

Emil Kohlmayr kemur í heimsókn í Vesturbyggð og leiðir grunnskólabörn á mið- og unglingastigi inn í ævintýraheim sviðslista í fjórum vinnustofum í grunnskólum Vesturbyggðar.

Tilgangur vinnustofanna er að gefa börnunum tækifæri til að kynnast sviðslistum undir handleiðslu listamanns i í fremstu röð. Emil Kohlmayer er söngvari, leikari og kvikmyndagerðarmaður frá Vín og sérhæfir sig í söngleikjum. Unnið verður með sviðsframkomu, beitingu raddarinnar og að draga fram leikræna tjáningu. Alejandra P. de Avila, kennari við Tónlistarskóla Vesturbyggðar, á frumkvæði að komu listamannsins og verður honum til aðstoðar í vinnustofunum.

Verkefnið er samstarf Tónlistarskóla Vesturbyggðar við Patreksskóla, Bíldudalsskóla og Tálknafjarðarskóla.