Fara í efni

Umsóknir í vísindalega starfsþjálfun

Spennandi tækifæri fyrir háskólanema sem hafa lokið að minnsta kosti BA/BS gráðu

Opið er fyrir umsóknir í vísindalega starfsþjálfun á vegum Sameiginlegu rannsóknarmiðstöðvarinnar (Joint Research Center) en umsóknarfrestur er 31. maí nk.

Umsækjendur geta valið úr fjölbreyttum rannsóknasviðum, sem sum hver fela í sér reynslu á rannsóknarstofu en þó er það ekki algilt. Rannsóknasviðin eru alls 18 á mismunandi sviðum.

Starfsþjálfunin getur farið fram á einni af starfstöð JRC á Ítalíu (Ispra), Belgíu (Geel), Hollandi (Petten) eða Þýskalandi (Karlsruhe). Stafsþjálfunin hefst 1. október nk. og stendur yfir í fimm mánuði.

Kallið er opið fyrir nýútskrifaða nema úr háskóla (miðað við fimm ár frá útskrift) sem hafa lokið a.m.k. 3ja ára háskólanámi (180 einingar), sem samsvarar fullu BS-prófi eða sambærilegu prófi við háskóla.Einnig er gerð krafa um enskukunnáttu.

Upplýsingar má finna á vef rannís 

Sótt er um gegnum umsóknargátt JRS: Sækja um